Þann 2. júlí 2023 átti ég mitt fyrsta got, þar sem sex hvolpar litu dagsins ljós, fjórir rakkar og tvær tíkur. Ég ákvað að nefna þau eftir þekktum dægurlögum, þar sem slík lög minna mig á hlý og ljúf íslensk sumarkvöld. Fyrsta gotið mitt nefni ég því Dægurlagagotið. Hér fyrir neðan má sjá myndir af þessum yndislegu hvolpum ásamt ættbókarnöfnum þeirra.
Kölluð Nína en ber nafnið Bína núna
Kölluð Ellý en ber nafnið Prada núna
Kallaður Ljúfur en ber nafnið Louis núna
Kallaður Hreimur og ber það nafn enn
Kallaður Bubbi en ber nafnið Dexter núna
Kallaður Jónsi en ber nafnið Rocco núna
Það er ekkert planað got á næstunni svo endilega fylgist með Stjörnuþoku á samfélagsmiðlum eftir fréttum
Ef þú hefur áhuga á Shih Tzu hvolpi, máttu endilega fylla út þetta skjal: