Velkomin á heimasíðu Stjörnuþoku ræktunar!
Ég heiti Sonja Ósk og er eigandi Stjörnuþoku ræktunar. Ég rækta Shih Tzu hunda, bæði fyrir fjölskyldur og sýningar, en fyrst og fremst legg ég áherslu á að rækta góða fjölskylduhunda.
Ást mín á tegundinni kviknaði árið 2019 þegar ég fékk minn fyrsta Shih Tzu, Eldfjalla Freyju. Mér fannst ótrúlega gaman að þjálfa hana og sýna hana á hundasýningum. Þar kviknaði áhugi minn á ræktun, því Freyja stóð sig vel á sýningum, býr yfir frábærum persónuleika og hefur orðið mér mikill innblástur.
Í minni ræktun legg ég mesta áherslu á heilsufar og skapgerð. Hundarnir mínir eiga að vera heilbrigðir, öruggir með sjálfa sig og sýna þau eðliseinkenni sem góðir Shih Tzu hundar eiga að hafa. Ég stefni alltaf að því að bæta tegundina og halda í þann staðal sem Shih Tzu á að uppfylla.
Hundarnir mínir hafa þegar náð góðum árangri: Freyja hefur fengið „Excellent“ einkunn og „CK“ á sýningum, og úr fyrstu ræktun minni hafa Prada og bróðir hennar Hreimur fengið „SL“ (Sérlega lofandi) og hlotið titilinn „Besti hvolpur tegundar“ til skiptis.
Þú getur fylgst með okkur á samfélagsmiðlum eða haft samband ef þú vilt vita meira!